Nýjast á Local Suðurnes

Færa vinnuvélar nær Grindavík

Unnið er að því að færa vinnuvél­ar, sem voru við varn­ar­garða við Svartsengi nær Grinda­vík, en vinna við varnargarða þar mun að öllum líkindum hefjast á næstu klukkustundum.

 Verið er að und­ir­búa veg­slóða til bráðabirgða sam­hliða Grinda­vík­ur­vegi til að auðvelda flutning á stórvirkum vinnuvélunum. Enn eru vinnu­vél­ar að störf­um við lokafrá­gang við Svartsengi.

Mynd: Facebook / Ístak