Laun hjá USi mun hærri en þingmaður fullyrðir – Versla við fjölmörg fyrirtæki í Reykjanesbæ

“Meðallaun hjá fyrirtækinu eru 650 þúsund krónur í marsmánuði eða um 200 þúsund krónum hærri en þingmaðurinn [innsk. blm.: Ásmundur Friðriksson] fullyrðir að greidd séu hjá fyrirtækinu,“ segir í yfirlýsingu frá United Silicon. Þá segir í yfirlýsingu fyrirtækisins að hafi hag íbúa á svæðinu að leiðarljósi meða annars með því að versla við fjölmörg fyrirtæki í Reykjanesbæ.
Yfirlýsingin, sem birt er á vef mbl.is kemur í kjölfar ummæla Ásmundar varðandi launakjör starfsmanna fyrirtækisins, en þingmaðurinn fullyrti við upphaf þingfundar í gær að fyrirtækið greiddi starfsmönnum sínum umtalsvert lægri laun en gert væri í sambærilegum störfum s.s. í álverum.
„Hjá United Silicon hf. starfa í dag 65 manns auk þess sem keypt er þjónusta af fjölmörgum fyrirtækjum víða í Reykjanesbæ. Við teljum það ekki rétta lýsingu á störfum alls þessa fólks þegar þingmaðurinn segir fyrirtækið hvorki vinna fyrir né með samfélaginu í Reykjanesbæ.“ Segir í yfirlýsingunni.