sudurnes.net
Laun hjá USi mun hærri en þingmaður fullyrðir - Versla við fjölmörg fyrirtæki í Reykjanesbæ - Local Sudurnes
“Meðallaun hjá fyr­ir­tæk­inu eru 650 þúsund krón­ur í mars­mánuði eða um 200 þúsund krón­um hærri en þingmaður­inn [innsk. blm.: Ásmundur Friðriksson] full­yrðir að greidd séu hjá fyr­ir­tæk­inu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá United Silicon. Þá segir í yfirlýsingu fyrirtækisins að hafi hag íbúa á svæðinu að leiðarljósi meða annars með því að versla við fjölmörg fyrirtæki í Reykjanesbæ. Yfirlýsingin, sem birt er á vef mbl.is kemur í kjölfar ummæla Ásmundar varðandi launakjör starfsmanna fyrirtækisins, en þingmaðurinn fullyrti við upphaf þingfundar í gær að fyrirtækið greiddi starfsmönnum sínum umtalsvert lægri laun en gert væri í sambærilegum störfum s.s. í álverum. „Hjá United Silicon hf. starfa í dag 65 manns auk þess sem keypt er þjón­usta af fjöl­mörg­um fyr­ir­tækj­um víða í Reykja­nes­bæ. Við telj­um það ekki rétta lýs­ingu á störf­um alls þessa fólks þegar þingmaður­inn seg­ir fyr­ir­tækið hvorki vinna fyr­ir né með sam­fé­lag­inu í Reykja­nes­bæ.“ Segir í yfirlýsingunni. Meira frá SuðurnesjumSamfélagið nýtur góðs af starfsemi KísilveraEkkert fékkst upp í kröfur í röð gjaldþrotamálaFyrsti kísilmálmurinn sem framleiddur er á Íslandi kominn í skipMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkReykjaneshöfn hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til framkvæmdaGreiða ekki 100 milljóna lóðargjöld vegna tafa á framkvæmdum við hafnargerðThorsil og United Silicon hafa enn ekki gengið frá greiðslum [...]