Nýjast á Local Suðurnes

Telja mögulegt að rýma Suðurnesin á einum degi

Grindavík er eina sveitarfélagið á Suðurnesjum sem er tilbúið með rýmingaráætlun, komi til náttúruhamfara á Reykjanesi. Þetta kemur fram í umfjöllun Fréttablaðsins í dag. Þar kemur einnig fram að Vegagerðin hafi gert hermilíkan fyrir rýmingu Reykjanesbæjar.

„Aðalmálið er að stýra rýmingunni þannig að umferðarmannvirkin ráði við hana og það skapist ekki stífla,“ er haft eftir Víði Reynissyni, hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hann sagðist telja líklegt að hægt sé að rýma svæðið á einum degi. Væri þá miðað við að nota bæði norður- og suðurleiðirnar frá nesinu en ekki yrði notast við báta og skip nema sem algjört neyðarúrræði.