Nýjast á Local Suðurnes

Vísir hf. og Þorbjörn hf. bjóða upp á vinnuskóla í Grindavík

Sjávarútvegsfyrirtækin Vísir hf. og Þorbjörn hf. bjóða unglingum í Grindavík, fæddum árin 2000 og 2001 upp á að sækja vinnuskóla í sumar, skólinn sem nefnist Vinnuskóli Codland 2015 hefst þann 27. júlí og kemst takmarkaður fjöldi unglinga að.

Codland vinnuskólinn hefur það að markmiði að efla áhuga ungs fólks á sjávarútveginum og sýna þátttakendum nýja sjávarútveginn og þau víðfeðmu áhrif sem hann hefur á okkar samfélag.

Nemendur fá fræðslu um íslenskan sjávarútveg, fara í vettvangsferðir í fiskvinnslur og skip, fá starfskynningar, kynnast starfsemi frumkvöðla og vinna verkefni í nýsköpun.

 
Codland var stofnað árið 2012 og er í eigu Vísis hf. og Þorbjarnar hf. Markmið Codland er að stuðla að framþróun í sjávarútvegi með áherslu á fullnýtingu, þróun og samstarf. Codland hefur að leiðarljósi að hámarka nýtingu sjávarafurða og hvetja til umræðu og samstarfs sem skapar grundvöll til frekari þróunar og auknu verðmæti afurða.

Skráning stendur nú yfir á codland@codland.is