Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík heldur í vonina um sæti í deild þeirra bestu

Grindvíkingar komust upp í 5. sæti fyrstu deildar eftir 3-0 sigur á liði Fjarðarbyggðar. Grindvíkingar voru betra liðið í þessum leik frá upphafi til enda og ljóst að markmiðið var að hirða öll stigin og komast í baráttuna um sæti í deild þeirra bestu.

Jósef Kristinn Jósefsson skoraði mark beint úr hornspyrnu á 18. mínútu leiksins og Spánverjinn Alejandro Hernandez bætti öðru marki við fyrir Grindavík um miðjan síðari hálfleikinn eftir stoðsendingu frá Alex Frey Hilmarssyni. Alex Freyr skoraði svo þriðja markið í uppbótartíma og lokastaðan 3-0 fyrir Grindavík.