Nýjast á Local Suðurnes

Óskar eftir því Velferðarráð komi saman vegna húsnæðismála og hælisleitenda

Ísak Ernir Kristinsson, fulltrúi í Velferðarráði Reykjanesbæjar hefur óskað eftir því að ráðið komi saman eins fljótt og auðið er til að ræða málefni hælisleitenda, sem Útlendingastofnun hefur komið í úrræði á Ásbrú og húsnæðisvanda í sveitarfélaginu, en fram hefur komið í fréttum að um 40 manns séu á biðlista eftir húsnæði í félagslega kerfinu. Velferðarráð fer með stjórnun og framkvæmd velferðarmála í Reykjanesbæ

Ísak Ernir greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni, en þar vitnar hann meðal annars í fjölskyldustefnu Reykjanesbæjar, sem hann segir marklausa ef ekki sé farið eftir henni.

“Upp er komin gríðarlega alvarleg staða á húsnæðismarkaði í Reykjanesbæ. Mikil vinna hefur átt sér stað síðustu ár, bæði hjá starfsmönnum Reykjanesbæjar sem og kjörinna fulltrúa, við gerð á ýmsum stefnum, sem er vel. En stefnur eru marklausar ef ekki á að fara eftir þeim.”  Segir Ísak Ernir

Stefnan inniheldur fullt af markmiðum. Ég ætla að skilja eftir hér eitt markmiðið:
„Að nægilegt framboð sé á félagslegu húsnæði hverju sinni og við kaup eða byggingu slíks húsnæðis sé þess ávallt gætt að velja hagkvæmustu leiðir m.t.t. leiguverðs.“