Nýjast á Local Suðurnes

Tvöföldun Reykjanesbrautar frá Fitjum að flugstöð á langtímaáætlun

Reykjanesbær og Vegagerðin hefja framkvæmdir við gerð hringtorga á mótum Aðalgötu og Reykjanesbrautar og Þjóðvegar og Reykjanesbrautar til að auka umferðaröryggi á Reykjanesbraut í vor. Þetta kom fram í máli Guðlaugs Helga Sigurjónssonar á íbúafundi um tvöföldun Reykjanesbrautar í fyrradag. Í máli Guðlaugs kom fram að ekki verði um lokanir að ræða á meðan á framkvæmdum stendur, en óneitanlega rask.

Tvöföldun Reykjanesbrautar frá Fitjum að flugstöð er nú komin í 2. fasa langtímaáætlunar og á máli Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra á fundinum í gær mátti greina að farið væri að huga að þeim kafla. Ísak Ernir Kristinsson fulltrúi Stopp hópsins kom því á framfæri á fundinum, að upplagt væri að fara að hanna þennan kafla svo hann verði tilbúinn þegar búið verður að tryggja nægilegt fjármagn í nýframkvæmdir.