Nýjast á Local Suðurnes

Akurskóli sópaði til sín tilnefningum

Nota Byrjendalæsi með góðum árangri

Hvatningarverðlaun Fræðsluráðs Reykjanesbæjar voru afhent í gær við hátíðlega athöfn í Duus-húsum. Starfsmenn Akurskóla sópuðu til sín tilnefningum.

Gísli Kjartansson fékk tvær tilnefninga fyrir smíða- og hönnunarkennslu. Hanna Rúna Kristínardóttir, Ragna Finnsdóttir og Sigurbjörg Ásdís Snjólfsdóttir fengu tilnefningu fyrir fjölbreytta kennsluhætti í 4. bekk Akurskóla. Helga Lára Haraldsdóttir og stjórnendur Akurskóla fengu tilnefningu fyrir Rauðhöfða – listaverk á lóð skólans. Agnes Ásgeirsdóttir, Ester Inga Alfreðsdóttir og Katrín Jóna Ólafsdóttir fengu tilnefningu fyrir samþætta kennslu með áherslu á Byrjendalæsi. Gróa Axelsdóttir, Sigurbjörg Róbertsdóttir og Sólveig Silfá Karlsdóttir, skólastjórnendur Akurskóla fengu tilnefningu fyrir nýbreytni í skólastarfi.

akurskola_tilnefningar hvatningarverdlaun

Starfsfólk Akurskóla.

Nota Byrjendalæsi með góðum árangri

Undanfarna daga hefur mikið farið fyrir umfjöllun um gengi skóla á samræmdum könnunarprófum sem notast við kennsluaðferð sem ber heitið Byrjendalæsi. Akurskóli innleiddi þessa aðferð í 1. og 2. bekk skólaárið 2007-2008. Aðferðum Byrjendalæsis hefur verið stillt upp sem andstæðu við svokallaða hljóðaaðferð.

Við í Akurskóla notum að sjálfsögðu líka hljóðaaðferð þegar við kennum lestur, leggjum inn stafi og hljóð og vinnum með það. Aðferðir Byrjendalæsis eru bara eitt verkfærið í kistunni okkar og hefur nýst mjög vel. Það er mikilvægt að kennarar búi yfir mörgum aðferðum við að kenna lestur. Aðferð sem hentar einu barni hentar ekki endilega öðru barni, segir á heimasíðu skólans.

Það er mat kennara og stjórnenda Akurskóla að kennsluaðferðir Byrjendalæsis styðji við grunnþætti aðalnámskrár og lykilhæfni sem ný aðalnámskrá leggur áherslu á í viðmiðum um námsmat í grunnskóla.

Í samræmdum prófum er aðeins mældur afmarkaður hluti þess sem sérhver skóli hefur tækifæri til að meta hjá nemendum sínum. Í Akurskóla leggjum við okkur fram um að meta nám nemenda okkar samkvæmt viðmiðum aðalnámskrár samhliða því sem við tökum niðurstöður samræmdra prófa alvarlega og bregðumst við þeim eftir því sem við á hverju sinni.

Niðurstöður skólans á samræmdum prófum eru alltaf birtar í sjálfsmatsskýrslu skólans og á meðfylgjandi mynd má sjá þróun síðustu ára.

4bekkur-isl-samraemd-akurskoli byrjendalaesi