Nýjast á Local Suðurnes

250 hermenn og fjórtán orrustuþotur í loftrýmisgæslu

Loft­rým­is­gæsla Atlants­hafs­banda­lags­ins við Ísland hefst á næstu dög­um með komu flugsveit­ar banda­ríska flug­hers­ins. Allt að 250 liðsmenn flug­hers­ins taka þátt í verk­efn­inu auk starfs­manna frá stjórn­stöð Atlants­hafs­banda­lags­ins í Uedem í Þýskalandi og eist­neska flug­hern­um.

Flugsveit­in kem­ur til lands­ins frá Bretlandi með allt að fjór­tán F15-orr­ustuþotur. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni. 

Strang­ari ráðstaf­an­ir eru gerðar vegna komu sveit­ar­inn­ar en al­mennt gild­ir um ferðamenn sem koma til lands­ins því auk landa­mæra­skim­ana fara all­ir í tveggja vikna vinnu­sótt­kví (B-sótt­kví) að lok­inni fyrstu skimun, segir í tilkynningunni.

Flugsveit­in kem­ur til með að hafa aðset­ur á ör­ygg­is­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli. Gert er ráð fyr­ir að verk­efn­inu ljúki fyr­ir lok mánaðar­ins.