Nýjast á Local Suðurnes

Fá ekki að byggja skemmu við iðnaðarhús

Lóðarhafi Grófar 19a óskaði heimildar hjá umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar til að reisa 250 fermetra skemmu á lóðinni með erindi dags. 13. júlí 2023, en erindinu var hafnað þar sem hverfið er skipulagt sem miðsvæði og bygging skemmu samræmist ekki stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu á svæðinu.

Töluvert hefur þó verið byggt af iðnaðarhúsnæði í nágrenninu undanfarin misseri auk þess sem slíkt húsnæði er í byggingu þessi dægrin í nálægð við fyrrnefnda lóð.

Bókun umhverfs- og skipulagsráðs vegna málsins:

Við síðustu endurskoðun aðalskipulags Reykjanesbæjar var hverfið skilgreint sem miðsvæði. Fjölgun lóða undir skemmur samræmist ekki stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu svæðisins. Lóðarleigusamningi verður ekki breytt. Umhverfis- og skipulagsráð hafnar erindinu.

Mynd: skjáskot / vefur Reykjanesbæjar