Nýjast á Local Suðurnes

Víðir-Reynir á fimmtudag: Ágóði af miðasölu til styrktar fjölskyldu Jóhannesar Hilmars

Það má búast við hörkuleik á Nesfisk-vellinum í Garði næstkomandi fimmtudag, þegar erkifjendurnir úr Sandgerði kíkja í heimsókn. Síðasti leikur liðanna var hörkuskemmtun, sem lauk með 3-0 sigri Víðsmanna. Víðsmenn hafa komið á óvart í þriðju deildinni í sumar og eru í öðru sæti um þessar mundir, á meðan Sandgerðingar verma fimmta sætið, eftir að hafa farið rólega af stað.

Leikurinn hefst klukkan 20:00, en Víðismenn munu tendra í grillinu á slaginu 19:00. Víðismenn vonast til að sjá sem flesta Suðurnesjamenn á leiknum, en allur ágóði af miðasölunni mun renna til fjölskyldu Jóhannesar Hilmars Jóhannessonar, sem lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut þann 7. júlí síðastliðinn.