Nýjast á Local Suðurnes

Mottuhlaupið í fyrsta sinn

Mottuhlaup Krabbameinsfélags Suðurnesja verður þann 31. mars næstkomandi og hefst klukkan 18.00. Hlaupið er haldið í samvinnu við 3N Þríþrautardeild UMFN og Lýðheilsuráð Reykjanesbæjar.

Þetta er skemmtihlaup og verður hlaupið, skokkað eða gengið 5 kílómetra frá sundmiðstöðinni í Reykjanesbæ og er aðgangur ókeypis.

Allir þátttakendur frá bol frá Krabbameinsfélagi Suðurnesja og skegg til að sýna stuðning við Mottumars.
Nettó og MS bjóða upp á hressingu eftir hlaup og frítt í sund í boði Reykjanesbæjar.
Markmið hlaupsins er að hvetja karlmenn af öllum stærðum og gerðum til að koma saman og hreyfa sig. Þetta er fyrsta Mottumars hlaup félagsins og er tileinkað árlegs átaksverkefnis Krabbameinsfélagsins sem tileinkað er baráttunni gegn krabbameinum hjá körlum, segir í tilkynningu.

Klíkur af öllum stærðum og gerðum, gengi, vinahópar, félagsmenn, konur, unglingar, börn og fleiri hópar eru hvattir til að mæta undir eigin „flaggi og fána“ og setja þannig skemmtilegan svip á þennan tímamótaviðburð. Einnig eru allir hvattir til að mæta í mottumarsokkunum og sýna stuðning í verki.

https://www.facebook.com/events/2750141788628586?ref=newsfeed