Nýjast á Local Suðurnes

Leyfi afturkölluð og LÚX lokað

Skemmtistaðnum LUX Keflavík var lokað um síðustu helgi vegna skorts á tilskyldum leyfum. Staðurinn var í rekstri í tæplega ár, samkvæmt frétt Vísis.

Í svari við skriflegri fyrirspurn Vísis segir fulltrúi Sýslumannsins á Suðurnesjum að skemmtistaðurinn hafi fengið útgefið ótímabundið rekstrarleyfi í fyrra. Það var þó afturkallað mánudaginn 13. mars síðastliðinn og er því ekki með slíkt leyfi lengur. 

Ekki tókst að fá svör um hvers vegna rekstrarleyfið var afturkallað en í svari sýslumanns segir að hann telji sér ekki heimilt að gefa það upp.

Töluvert hefur verið um kvartanir frá íbúum í nærliggjandi húsum, undan ónæði frá staðnum, alveg frá því að hann opnaði fyrir um ári síðan.