Nýjast á Local Suðurnes

Afmælisveisla Hanyie haldin á Klambratúni – Mörg hundruð Íslendingar mæta

Mörg hundruð Íslendingar ætla að gera draum Hanyie, ellefu ára flóttastúlku frá Afganistan að veruleika á morgun með því að slá upp afmælisveislu fyrir hana á Klambratúni, þrátt fyrir að hún verði ekki tólf ára fyrr en í október. Stúlkunni og föður hennar verður vísað úr landi á næstu dögum.

Veislan verður haldin á morgun, 2. águst og hefst klukkan 16 og munu nokkrir þekktir einstaklingar sjá um skemmtiatriði í veislunni, þeirra á meðal söngkonan Þórunn Antonía.

Hanyie stundar nám í Keflavík og á vini bæði í Keflavík og Reykjavík. „Það er frábært fólk á Íslandi og þess vegna vil ég halda afmæli mitt hér. Ég er ekki viss um að neinn muni mæta ef ég held afmælið mitt í Þýskalandi,“ segir hún í samtali við fréttastofu Stöðvar 2.

Þeir sem vilja leggja feðginunum lið geta styrkt þau með því að leggja inn á eftirfarandi styrktarreikning: 0513-14-406615 / kt. 091082-5359

Hér má finna viðburðinn á Facebook.