Nýjast á Local Suðurnes

Víðir með fullt hús stiga eftir sigur á Einherja – Hafa aðeins fengið á sig eitt mark

Víðismenn halda áfram að gera það gott í þriðju deildinni í knattspyrnu, liðið fékk Einherja í heimsókn á Nesfisk-völlinn í dag, í toppslag deildarinnar og sigraði með tveimur mörkum gegn einu.

Það vorur þeir Róbert Örn Ólafsson og Helgi Þór Jónsson sem skoruðu mörk Garðbúa, Róbert á 10. mínútu og Helgi á þeirri 52.. Einherji minnkaði svo munin á 80. mínútu.

Víðismenn hafa því unnið alla fjóra leiki sína í deildinni og eru efstir með 12 stig, þremur stigum fyrir ofan Einherja. Víðismenn hafa einungis fengið á sig eitt mark í deildinni til þessa og skorað tíu.