Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar deildarmeistarar

Njarðvíkingar tóku á móti deildarmeistaratitli 2. Deildarinnar í knattspyrnu eftir 3-0 sigur á heimavelli gegn Hetti/Huginn.

Fyrir leikinn hafði liðið tryggt sér upp í Lengjudeildina að ári en þurfti sigur úr leik dagsins til að tryggja að bikarinn færi á loft fyrir framan stuðningsmenn á Rafholtsvellinum. Það hafðist nokkuð sannfærandi með 3-0 sigri þar sem Magnús Þórir Matthíasson skoraði þrennu fyrir Njarðvíkinga.

Njarðvíkingar eru með 52 stig fyrir lokaumferð mótsins, liðið hefur skorað 60 mörk í sumar og aðeins fengið á sig 21.