Nýjast á Local Suðurnes

Þrekvirki að leggja og tengja varaleið rafmagns til Grindavíkur

Rafmagnslaust hefur verið í Grindavík eftir að loftlína til bæjarins skemmdist verulega í glóandi hrauni, í kjölfarið á eldgosinu, á miðvikudag í síðustu viku.

Hefur þrekvirki verið unnið við að leggja og tengja varaleið beint frá Svartsengi til Grindavíkur og er verkinu nú lokið umtalsvert á undan áætlun, segir í tilkynningu frá HS Veitum.

Mynd: Facebook / HS Veitur