Nýjast á Local Suðurnes

Jóhanna Margrét og Bárður í úrslit í fjórgangi á HM

Stórglæsilegri forkeppni í fjórgangi er nú lokið á heimsmeistaramóti íslenska hestsins, sem haldið er í Eindhoven í Hollandi.

Suðurnesjastúlkan Jóhönna Margrét Snorradóttir á Bárði frá Melabergi á Stafnesi hóf leik í dag í forkeppni fjórgangi og hlutu þau 7,77 í einkunn. Sýningin tryggði þeim þriðja sæti í forkeppninni og þar með sæti í A-úrslitum keppninnar.

Framundan hjá Jóhönnu og Bárði, ásamt úrslitum í fjórgangi er svo forkeppni í tölti.

Mynd: Facebook / Landssamband hestamannafélaga