Nýjast á Local Suðurnes

Arnór Ingvi vill fara frá AEK: “HM er næsta sumar og ég þarf að hugsa minn gang”

Njarðvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason fær ekki tækifæri hjá liði sínu AEK Aþenu og stefnir á að leita á önnur mið í félagaskiptaglugganum sem opnar í janúar. Arnór Ingvi segir að ekki sé staðið við það sem talað var um varðandi hans hlutverk þegar hann gekk í raðir félagsins.

Arnór Ingvi spjallaði við blaðamann Fótbolti.net eftir landsliðsæfingu í Katar í morgun og sagðist meðal annars þurfa að spila til þess að eiga meiri möguleika á að tryggja sæti sitt í landsliðinu fyrir HM næsta sumar.

„Þeir vita að hugur minn leitar annað, þeir vita líka stöðuna á mér varðandi landsliðið og það er HM næsta sumar. Ég þarf að spila og á meðan þjálfarinn er eins og hann er þá þarf ég að hugsa minn gang.”