Nýjast á Local Suðurnes

Tekinn undir áhrifum áfengis og fíkniefna á rúntinum

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í fyrrakvöld ökumann eftir að hann hafði viðurkennt fíkniefnaneyslu örfáum mínútum áður en að hann hóf aksturinn. Áður hafði annar ökumaður verið handtekinn  grunaður um neyslu áfengis og fíkniefna, sá viðurkenndi einnig vörslu amfetamíns og kannabis og var ofan í kaupið án ökuréttinda.

Þá voru tveir ökumenn kærðir fyrir glæfraakstur en þeir höfðu gert sér að leik að spóla og aka mjög ógætilega við gatnamót í Keflavík. Loks voru skráningarnúmer fjarlægð af fáeinum bifreiðum sem voru ótryggðar í umferðinni..