Nýjast á Local Suðurnes

Viðskipti með íbúðir dragast mest saman í Reykjanesbæ

Mánaðarlegur fjöldi íbúðaviðskipta hefur dregist saman í Reykjanesbæ, meira en í öðrum þéttbýliskjörnum það sem af er ári.

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans, en þar segir að á fyrsta fjórðungi þessa árs hafi 26% færri viðskipti átt sér stað, sé miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Húsnæðisverð í Reykjanesbæ hefur þó hækkað frá fyrsta ársfjórðungi síðasta árs til fyrsta ársfjórðungs þessa árs um 4%.