Nýjast á Local Suðurnes

Dacoda selur hugbúnaðarlausn – Draga sig út úr þróun bílaleigukerfa

Suðurnesjafyrirtækið Dacoda, sem sérhæfir sig í þróun veflausna, hefur selt hugbúnaðarlausn fyrir bílaleigur til TM Sofware. Markmið TM Software með kaupunum er að efla framboð félagsins á eigin lausnum fyrir bílaleigur og aðila á sviði ferðaþjónustu.

Lausn Dacoda heldur utan um flota, framboð, verð og bókanir á bílaleigubílum, segir í frétt á vef VB.is. TM Software mun taka við þróun, viðhaldi og þjónustu við bílaleigukerfið en Dacoda mun draga sig út úr allri þróun bílaleigukerfa.

Fyrirtækið var stofnað í byrjun árs 2002 og hefur tekið þátt í hundruð verkefna fyrir fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og gerðum.