Nýjast á Local Suðurnes

Fær 90.000 króna sekt fyrir hraðakstur – Lögregla með klippur á lofti

Átta ökumenn hafa undanfarna daga verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesum. Sá sem hraðast ók mældist á 135 km hraða þar sem hámarkshraði  er 90 km á klukkustund. Hans bíður  90.000 króna fjársekt og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá.

Þá voru skráningarnúmer fjarlægð af átta bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar.