Nýjast á Local Suðurnes

Tekinn á 134 km/h á Reykjnesbraut

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði nýverið ökumann vegna gruns um fíkniefnaakstur. Það reyndist rétt, auk þess sem kannabisefni og amfetamín fundust í bifreið viðkomandi. Þá var annar ökumaður staðinn að því að aka gegn einstefnu frá Reykjanesbraut og inn á brottfararsvæði Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Hann framvísaði útrunnu ökuskírteini.

Fjórir ökumenn voru staðnir að hraðakstri í umdæminu og mældist sá sem hraðast ók á 134 km. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. á klst. Annar ók á rúmlega 60 km. hraða þar sem hámarkshraði er 30 km. á klukkustund.

Loks voru skráningarnúmer fjarlægð af sjö bifreiðum sem voru ýmist óskoðaðar eða ótryggðar í umferðinni.