Löggudagbókin: Háar sektir og afstungur frá umferðaróhöppum
Ökumaður, í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, sem mældist á 134 km hraða um helgina þar sem hámarkshraði er 90 km þarf að greiða 150 þúsund krónur í sekt. Nokkrir til viðbótar voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæminu og fáeinir til viðbótar gerðust brotlegir við umferðarlög með öðrum hætti, svo sem afstungum frá umferðaróhöppum.
Nokkur umferðaróhöpp urðu í umdæminu um helgina. Jepplingur og flutningabifreið rákust saman á Garðbraut. Ekki urðu slys á fólki.
Þá varð árekstur á hringtorgi á Reykjanesbraut þar sem ökumaður virti ekki biðskyldu við hringtorgið en ók viðstöðulaust inn á það og hafnaði á bifreið sem var þar fyrir. Ökumenn sluppu við meiðsl.