Nýjast á Local Suðurnes

Þrjátíu vilja stýra Kölku

Alls bárust 30 umsóknir um starf framkvæmdastjóra Kölku, sem auglýst var laust til umsóknar í júlí síðastliðnum.

Tilkynnt var um að núverandi framkvæmdastjóri muni láta af störfum fljótlega og var umsóknar- og ráðningarferli nýs framkvæmdastjóra kynnt fyrir stjórn stöðvarinnar á dögunum.

Gera má ráð fyrir að nýr framkvæmdastjóri verði kynntur til leiks á næstnni.