Nýjast á Local Suðurnes

Gamaldags jólaboð í Duus safnahúsum

Næstkomandi sunnudag frá klukkan 14 – 15 verður skyggnst um það bil 100 ár aftur í tímann, í Bryggjuhúsi Duus Safnahúsa, og boðið til jólatrésskemmtunar til að minnast slíkra skemmtana sem haldnar voru af Duusversluninni um 20 ára skeið upp úr aldamótunum 1900.

Hugmyndin er að njóta þess að koma saman í fallegu gamaldags umhverfi, dansa í kringum jólatré og syngja jólasöngva við píanóundirleik og reyna að laða fram hinn sanna jólaanda.

Allir eru hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis.