Nýjast á Local Suðurnes

Bæjarstjórar segja Suðurnesin augljósan kost undir þjóðarhöll

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) gæti haldið utan um þróunarverkefni um nýjan þjóðarleikvang fyrir hönd íslenska ríkisins, komið að staðarvali á Suðurnesjum og vali á rekstrarmódeli að mati allra bæjarstjóra á Suðurnesjum og framkvæmdastjóra Kadeco.

Þetta kemur fram í aðsendri grein á Vísi sem bæjarstjórarnir og framkvæmdastjórinn rita undir. Í greininni segir jafnframt að nálægðin við Keflavíkurflugvöll og margar perlur íslenskrar ferðaþjónustu séu kostir sem myndu vega á móti staðsetningu miðsvæðis. Þá segir að staðsetningin sé tilvalin fyrir stóra alþjóðlega viðburði í nálægð við alþjóðaflugvöll og að landsvæðið sé nægt. Samgöngur til og frá flugvellinum séu góðar og yrðu efldar enn frekar með augljósum ávinningi fyrir bæði flugvallarsamfélagið og höfðuborgarsvæðið auk þess sem hótelinnviðir og veitingastaðir séu nú þegar til staðar á Suðurnesjunum.