Nýjast á Local Suðurnes

Gervineglur urðu að lögreglumáli

Íbúar í fjölbýli á Suðurnesjum höfðu nýverið samband við lögreglu og kvörtuðu undan mjög sterkri og óþolandi vondri lykt í stigaganginum.

Þegar lögreglumenn mættu á staðinn reyndust íbúarnir síst hafa ýkt ástandið og kom fýlan frá tiltekinni íbúð. Íbúi hennar kom til dyra og kvaðst vera að setja gervineglur á stúlku þar inni og af því stafaði lyktin.  Viðkomandi var vinsamlegast bent á að svona gæti þetta ekki gengið því nær ólíft væri í stigaganginum og íbúarnir kvörtuðu sáran.

Konunni, sem um var að ræða, var jafnframt tilkynnt að Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja yrði gert viðvart og var það síðan gert.