Nýjast á Local Suðurnes

Sérsveitin tíður gestur á heimilum hælisleitenda

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Vera hælisleitenda á gistiheimili á Ásbrú hefur verið töluvert til umræðu að undanförnu, en tíðir þjófnaðir í sveitarfélaginu hafa að einhverju leyti verið raktir til þeirra auk þess sem Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð að híbýlum þeirra síðastliðinn laugardag.

Þá hefur auk­inn sýni­leiki vopnaðrar sér­sveit­ar og sér­stak­ar ráðstaf­an­ir lög­reglu á fjöl­menn­um sam­kom­um á höfuðborg­ar­svæðinu í sum­ar hafa verið tals­vert til umræðu að und­an­förnu, en þær ráðstafinir má meðal annars rekja til fjölda hælisleitenda á landinu.

Sérsveit ríkislögreglustjóra var nokkrum sinnum kölluð að híbýlum hælisleitenda á Kjalarnesi, en stærstu málin rötuðu í fjölmiðla, í september 2016 og í júní á þessu ári, rétt áður en úrræðið fyrir þennan fjölmenna hóp var flutt á Ásbrú.

Þá greindi Jón Bjart­marz, yf­ir­lög­regluþjónn hjá embætti rík­is­lög­reglu­stjóra frá því fyrr í sumar að verkefnum sérsveitarinnar hafi fjölgað hratt, meðal annars vegna mikillar fjölgunar í röðum hælisleitenda hér á landi.

„Það eru miklu fleiri í land­inu en var þegar við vor­um með 712 lög­reglu­menn árið 2007 og kannski 300.000 út­lend­inga. Í dag erum við með ekki bara með næst­um því tvær millj­ón­ir ferðamanna, held­ur líka með tugþúsund­ir í er­lendu vinnu­afli og það fjölg­ar mikið í röðum hæl­is­leit­enda,“ seg­ir Jón í frétt á vef mbl.is.