Nýjast á Local Suðurnes

Auglýsing Markaðsstofu Reykjaness fær extra mikla athygli

Umsvifin eru alltaf að aukast hjá Markaðsstofu Reykjaness, enda koma heilu flugvélarnar til landsins fullar af ferðamönnum sem aldrei fyrr, og því vantar auka starfsfólk í flott teymi stofunnar  – það að ferðaþjónustuaðilar auglýsi eftir starfsfólki á þessum tímum er því ekkert sérstaklega í frásögur færandi, nema eitthvað smotterí klikki.

Ein lítil innsláttarvilla kom auglýsingu Markaðsstofunnar á flug á veraldarvefnum eftir að vefsíðan Menn.is birti skjáskotið sem finna má hér fyrir neðan, en þar má sjá hversu eitt stykki “L”, eða skortur á því getur breytt miklu. Svona getur þó gerst á bestu bæjum, eins og sjá má á myndinni þar fyrir neðan sem er skjáskot af Suðurnes.net frá því á síðasta ári.

markad-640x146

 

fyndnar1