Nýjast á Local Suðurnes

Úrslitakeppni Dominos-deildarinnar hefst 17. mars – Sjáðu leikdagana hér!

Suðurnesjaliðin þrjú, Grindavík, Keflavík og Njarðvík komust öll í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfuknattleik. Úrslitakeppnin hefst þann 17. mars næstkomandi á leikjum KR og Grindavíkur og Keflavíkur og Tindastóls.

Það stóð þó tæpt hjá Grindvíkingum að þessu sinni, þeir þurftu að sigra Njarðvíkinga í lokaumferð deildarinnar, sem þeir gerðu, og treysta á að Snæfell tapaði sínum leik, sem gerðist einnig. Grindvíkingar leika því í úrslitakeppni 24. árið í röð. Grindvíkingar eiga þó erfiðustu rimmuna framundan af Suðurnesjaliðunum, en þeir lentu gegn deildarmeisturum KR.

Njrðvíkingar fá Stjörnuna sem mótherja í úrslitakeppninni, viðureignir liðanna hafa jafnan verið spennandi og skemmtilegar og það breytist vonandi ekki  í þessari rimmu. Njarðvíkingar vonast til að geta teflt sínu sterkasta liði fram á einhverjum tímapunkti í úrslitakeppninni, en Haukur Helgi Pálsson er orðinn heill af bakmeiðslum og Stefan Bonneau er allur að koma til.

Mótherjar Keflvíkinga verða Tindastólsmenn, sem hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu á meðan Keflvíkingar hafa aðeins slakað á í síðustu leikjum og enduðu deildarkeppnina í 3ja sæti eftir að hafa verið á toppnum nær allt tímabilið.

Viðureignirnar og leikdagana má sjá hér fyrir neðan:

KR-Grindavík

Fimmtudagur 17. mars KR-Grindavík kl. 19.15

Sunnudagur 20. mars Grindavík-KR kl. 19.15

Miðvikudagur 23. mars KR-Grindavík kl. 19.15

Mánudagur 28. mars – ef þarf  – Grindavík-KR kl. 19.15

Fimmtudagur 31. mars – ef þarf  – KR-Grindavík kl. 19.15
Stjarnan-Njarðvík

Föstudagur 18. mars Stjarnan-Njarðvík kl. 19.15

Mánudagur 21. mars Njarðvík-Stjarnan kl. 19.15

Fimmtudagur 24. mars – Stjarnan-Njarðvík kl. 19.15

Þriðjudagur 29. mars – ef þarf  – Njarðvík-Stjarnan kl. 19.15

Fimmtudagur 31. mars – ef þarf – Stjarnan-Njarðvík kl. 19.15

 

Keflavík-Tindastóll

Fimmtudagur 17. mars Keflavík-Tindastóll kl. 19.15

Sunnudagur 20. mars Tindastóll-Keflavík kl. 19.15

Miðvikudagur 23. mars Keflavík-Tindastóll kl. 19.15

Mánudagur 28. mars – ef þarf  – Tindastóll-Keflavík kl. 19.15

Fimmtudagur 31. mars – ef þarf – Keflavík-Tindastóll kl. 19.15

 

Haukar – Þór Þorlákshöfn

Föstudagur 18. mars Haukar-Þór Þ. kl. 19.15

Mánudagur 21. mars Þór Þ.-Haukar kl. 19.15

Fimmtudagur 24. mars – skírdagur Haukar-Þór Þ. kl. 19.15

Þriðjudagur 29. mars – ef þarf – Þór Þ.-Haukar kl. 19.15

Fimmtudagur 31. mars – ef þarf – Haukar-Þór Þ. kl. 19.15