Nýjast á Local Suðurnes

Arnór Ingvi: “Var ekkert búinn að hugsa út í sæti í EM-hópnum”

Frábær frammistaða Arnórs Ingva Traustasonar, í undirbúningsleikjum landsliðsins og með sænska liðinu Norrköping, tryggði honum sæti í EM-hóp Íslands sem tekur þátt í lokakeppni EM í fyrsta skipti í sögunni.

Arnór Ingvi sagðist í viðtali við Rúv, ekkert hafa hugsað um lansliðssætið fyrr en eftir að hann fékk tækifæri í tveimur æfingaleikjum í mars.

„Ég var í raun ekkert búinn að hugsa út í sæti í EM-hópnum eftir tímabilið með Norrköping en eftir að ég fékk tækifærið í tveimur æfingaleikjum í mars sá ég að þetta var kannski möguleiki. Ég nýt hverrar mínútu hér,“ segir Arnór sem var stoðsendingakóngur í sænsku deildinni og lykilmaður hjá Norrköping sem varð Svíþjóðarmeistari.

Arnór Ingvi hefur leikið sjö landsleiki og skorað í þeim þrjú mörk, hann spjallaði við íþróttafréttamann Rúv í gær, viðtalið má sjá í heild sinni hér.