Nýjast á Local Suðurnes

Tveir björgunarbátar við leit fyrir utan Voga

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Landsbjörg

Tveir björg­un­ar­bát­ar leita nú af sér all­an grun á svæðinu í kring um Voga á Vatnsleysuströnd, eftir að tilkynning barst um torkennilegan hlut á floti nokkur hundruð metra frá landi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg, sem birt er á vef mbl.is, en þar segir að björg­un­ar­sveit­ir í Vog­um og Reykja­nes­bæ hafi verið kallaðar út á tí­unda tím­an­um í kvöld eft­ir að til­kynn­ing barst frá íbúa í Vog­um um hlut sem sést hafði í sjón­um.

Um fimmtán mín­út­um síðar var björg­un­ar­bát­ur kom­inn á vett­vang til leit­ar og stuttu síðar fann áhöfn hans fljót­andi tómt fiskik­ar og stendur leit enn yfir á þeim slóðum.