Nýjast á Local Suðurnes

Björn Steinar hættur með Grindavík

Björn Steinar Brynjólfsson hefur látið af störfum sem þjálfari Grindavíkur í Domino’s deild kvenna í körfubolta, að eigin frumkvæði. Björn tók við Grindavíkurliðinu af Daníel Guðna Guðmundssyni fyrir tímabilið.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.