Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkurstúlkur áfram í Maltbikarnum

Njarðvíkingar sigruðu lið Breiðabliks í 8-liða úrslitum Maltbikarsins í körfuknattleik í Ljónagryfjunni í gærkvöldi með 77 stigum gegn 74. Njarðvík hefur ekki enn náð að vinna leik í Domino’s deildinni, en er nú komið í undanúrslit bikarkeppninnar.

Shalonda Winton fór á kostum í liði Njarðvíkur og skoraði tæplega helming stiga liðsins eða 36 auk þess að taka 26 fráköst og gefa 8 stoðsendingar, María Jónsdóttir skoraði 10 stig og tók 15 fráköst og Björk Gunnarsdótir skoraði 8 stig og gaf 7 stoðsendingar.