Nýjast á Local Suðurnes

Stefnt á opnun baðlóns og líkamsræktarstöðvar við Fitjar eftir þrjú ár

Stefnt er að opnun nýrrar 8400 fermetra líkamsræktarstöðvar World Class á Fitjum í Njarðvík eftir þrjú ár. Áætlað er að kostnaðurinn verði 10 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í máli Björns Leifssonar í viðtali við mannlif.is. Um er að ræða World Class stöð, 2400 fermetra baðlón og heilsuhótel. Þess utan verður sjóbaðsaðstaða með gufu og heitum pottum á svæðinu sem er við sjóinn í grennd við Fitjar í Reykjanesbæ.

Björn segir nýja heilsuhótelið hafa gríðarlega mikla þýðingu, hann segir að um 100 manns fái vinnu við starfsemina. Þá er ekki búið að taka inn í reikninginn þau umsvif sem verða á framkvæmdatímanum. Hann á von á því að Íslendingar sæki í nýja lónið ekki síður en erlendir ferðamenn.