Nýjast á Local Suðurnes

Haddaway ásamt landsliði tónlistarmanna á Keflavíkurnóttum um helgina

Miðasala á tónlistahátíðina Keflavíkunætur er í fullum gangi, en hátíðin fer fram um helgina á helstu skemmtistöðum Reykjanesbæjar. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og  hefur hún jafnan þótt takast vel, auk þess sem gestafjöldi hefur aukist töluvert á milli ára. Miðasala á hátíðina fer fram í forsölu í versluninni Gallery við Hafnargötu og á midi.is

„Keflavíkurnætur eru komnar til að vera, móttökurnar síðustu 2 ár hafa verið frábærar og ég vona að Suðurnesjamenn verði í gírnum þetta árið líka. Það er gaman að hrista upp í fjörinu í samstarfi við helstu skemmtistaðina, svo ég vona að sem flestir grípi tækifærið og fjárfesti í helgarpassa á þessu grínverði,” sagði Árni Árnason, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar í samtali við Suðurnes.net á dögunum.

Á hátíðinni koma fram margir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins, Björgvin Halldórsson, Sigga Beinteins, Matti Matt, hljómsveitin Von og hljómsveitin Í Svörtum Fötum, svo einhverjir séu nefndir. Þá kemur þýski diskóboltinn Haddawy fram á hátíðinni, en hann er hvað þekktastur fyrir lögin “What is love” og “Life” sem slógu rækilega í gegn á níunda áratug síðustu aldar.

Þýski tónlistarmaðurinn Haddaway mun koma fram á hátíðinni

Þýski tónlistarmaðurinn Haddaway mun koma fram á hátíðinni

Auk tónlistarinnar mun fara fram Streetball-mót í körfuknattleik á laugardag, við Njarðvíkurskóla, þar sem leikið verður 3-á-3 og er hægt að skrá sig til leiks með því að senda tölvupóst á agent@agent.is, en takmarkaður fjöldi liða kemst að, þannig að best er að skrá sig sem fyrst.

Þá er vert að benda á að allar nánari upplýsingar um dagskránna er að finna á facebook-síðunni „Keflavíkurnætur“ þar sem einnig er leikur í gangi þar sem miðar eru í verðlaun. Þá eru skemmtilegir leikir í gangi á Snapchati Keflavíkurnátta, eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan. Snapp hátíðarinnar er – kefnaetur.