Nýjast á Local Suðurnes

Leita barna sem fæddust í kjölfar Ástarmánaðar

Íþróttafélagið Þróttur Vogum leitar nú logandi ljósi barna sem fæddust 1. maí til 5. júní í ár, en þau munu eiga von á fínum glaðningi frá félaginu.

Septembermánuður á síðasta ári var Ástarmánuður Þróttar í Vogum, í samstarfi við BLUSH, og voru íbúar hvattir til að fagna ástinni með þá von að hún bæri ávöxt, en þetta var gert þar sem eemendum hafði fækkað í grunnskóla og iðkendum félagsins hafði sömuleiðis fækkað í barna og unglingastarfi.

Öll börn sem fæðast í maí og júní fá frítt í íþróttaskólabarna hjá félaginu árin 2025 til 2027.

Kæru Vogabúar – Við leitum til ykkar – Hvaða börn fæddust á milli 1. maí og 5. júní í Vogum, segir í tilkynningu frá félaginu. Vinsamlegast senda okkur ábendingar á throttur@throttur.net