Fluttur á sjúkrahús eftir ammoníaksleka í frystihúsi
Einn var fluttur undir læknishendur í vikunni eftir að ammoníaksleki hafði orðið í vinnslusal frystihúss í Grindavík. Ástæða hans var sú að ammoníaksrör í frystisamstæðu í vinnslusalnum rofnaði. Starfsmaður hafði sett lítið plastskurðarbretti upp við hlið samstæðunnar sem olli því að rörið fór í sundur.
Annar starfsmaður fann fyrir ertingu í öndunarvegi og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hann var þó ekki talinn sýna merki um ammoníakseitrun.
Slökkvilið Grindavíkur aðstoðaði við að gasræsta húsið og gekk það fljótt og vel.
Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti Vinnueftirliti um atvikið.