Nýjast á Local Suðurnes

Halda bæjarhátíð í Suðurnesjabæ

Dagana 23. ágúst til 29. ágúst næstkomandi verður Suðurnesjabær litaður bleikum og fjólubláum litum þegar “litla bæjarhátíðin” fer fram.

Undirbúningshópur hefur verið að störfum í sumar sem samanstendur af aðilum frá Reyni og Víði, unmennaráði, björgunarveitum, grunnskólum og starfsfólki stjórnsýslunnar og standa vonir til að hægt verði að vinna með hluta af þeim viðburðum sem búið var að festa í dagskrá og suma þeirra með breyttu sniði. Niðurstaðan er þó sú að sumu hefur þurft að breyta og aflýsa með stuttum fyrirvara.

Hátíðarhöld á laugardagskvöldi bíða betri tíma þar til mögulegt verur að safna öllum bæjarbúum og öðrum gestum saman.

Fjölskyldur og vinir eru hvattir til þess að brjóta upp dagana, lita umhverfi sitt bleikum og fjólubláum litum og gera skemmtilega hluti saman innan sinnar „kúlu“, segir í tilkynningu.

Miðvikudagur 25. ágúst

  • Kl.20.00. Bílabíó – nánar auglýst síðar en staðsetning líkleg við Víðisvöllinn.
  • Litahlaup á göngu- og hjólastígnum á milli Garðs og Sandgerðis. Setning hátíðar með grunnskólanemum – Frestað

Fimmtudagur 26. ágúst

kl.18.00 –  Fótboltaleikur: Reynir – KV á Blue vellinum í Sandgerði.

Pulsupartý – íbúar hvattir til þess að halda sín eigin pulsupartý heima.

Kl.20.00-21.30. Bókasafn Suðurnesjabæjar – Sandgerði. Lilja hjá Jazzfjelagi Suðurnesjabæjar. Sjá nánar um viðburð á facebook síðu Jazzfélagsins.

kl.21.00 – Sjósund í Garðhúsavík og heitir pottar í sundlauginni í Garði á eftir.

kl.21.00 – PubQuiz í umsjón Reynis. Nánar auglýst síðar.

Spinning í íþróttahúsinu í Garði. Fylgist með á facebook síðu íþróttamiðstöðvarinnar.

Föstudagur 27. ágúst – Hattadagur í Suðurnesjabæ

  • Íbúar og starfsmenn fyrirtækja í Suðurnesjabæ eru hvattir til þess að setja upp hatt í tilefni dagsins. Þeir sem eru með instagram geta merkt þær með @sudurnesjabaer og @hattavinafelagid
  • Grunnskólarnir: Skemmtilegir skóladagar.
  • Leikskólarnir: Latibær heimsækir Gefnarborg og Sólborg.
  • Suðurnesjamót Suðurnesjabæjar í 8.flokk á Nesfisksvellinum
  • Listasýning í Ráðhúsinu í Garði – Dalla og Bragi Einarsson verða með listasýningu í Ráðhúsinu í Garði.

Laugardagur 28. ágúst

  • Byggðasafnið á Garðskaga opið laugardag og sunnudag – frítt inn.
  • Þekkingarsetur Suðurnesja opið laugardag og sunnudag – frítt inn.
  • Listasýning í Ráðhúsinu í Garði – Dalla og Bragi Einarsson verða með listasýningu í Ráðhúsinu í Garði.

Þekkingarsetur Suðurnesja

  • 18.00-20.00 – Apótekarinn Útgáfuteiti Apótekarans eftir Smára Guðmundsson
  • Golfmót hjá Golfklúbbi Suðurnesja – (nánar auglýst síðar)
  • Fótboltaleikur:  Elliði – Víðir á Wurth vellinum kl.15.00.
  • 11.00 – Dorgveiði við Sandgerðishöfn í umsjón Sigurvonar.

Garðskaginn

11.30 – Leikhópurinn Lotta, BMX brós og frítt verður í leiktæki fyrir börn og unglinga.

Kvöldskemmtun

Fjölskylduskemmtun streymt til íbúa. Dagskrá er í mótun en íbúar eru hvattir til að fylgjast með heimasíðu Suðurnesjabæjar til að nálgast vefslóð.

  • Þeir sem eru með instagram geta merkt þær myndir með @sudurnesjabaer
  • Hver veit nema við verðum með happadrætti í gangi!

Sunnudagur 29. Ágúst

  • Vöffludagur – íbúar hvattir til þess að hafa sín eigin vöfflupartý heima.
  • Þekkingarsetur Suðurnesja opið laugardag og sunnudag – frítt inn.
  • Byggðasafnið á Garðskaga opið laugardag og sunnudag – frítt inn.
  • Sjólyst – 14:00 – 16:00
  • Listasýning í Ráðhúsinu í Garði – Dalla og Bragi Einarsson verða með listasýningu í Ráðhúsinu í Garði.

Sandgerðisskóli

Götubitar við Sandgerðisskóla frá kl.16.00-20.00

Við hvetjum íbúa til þess að halda áfram að gæta að sóttvörnum og sýna ábyrga hegðun.