Nýjast á Local Suðurnes

Kalt vatn af skornum skammti á Ásbrú

Lítið eða ekkert kalt vatn er á Ásbrú í augnablikinu vegna leka á stofnlögn. Lekinn tengist ekki yfirstandandi eldgosi samkvæmt tilkynningu frá HS Veitum, en vatn ætti að vera komið á í fyrramálið.

Tilkynningin í heild:

Til upplýsinga fyrir viðskiptavini okkar í Reykjanesbæ:

Vegna mikils leka á stofnlögn gæti orðið vart við lítið eða ekkert kalt vatn á Ásbrú, Háaleytishlaði, og við flugvallarsvæðið þann 8. febrúar frá kl. 23:55 og þar til viðgerð líkur sem verður eins og vonir standa til fyrir kl. 6 í fyrramálið.

Rétt er að benda á að lekinn tengist ekki yfirstandandi eldgosi á Reykjanesi.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu hlýst.