Nýjast á Local Suðurnes

Keflavík gæti orðið af tveimur milljónum

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur brást við tekjutapi vegna Covid 19 með söfnun á vef Karolinafund, en þar má meðal annars nálgast miða á sýndarleiki, boli og annan varning og afþreyingu.

Söfnunin fór vel af stað hjá félaginu, sem hefur frá 8. apríl síðastliðnum náð að selja fyrir rétt rúma 1,8 miljón króna. Hafði félagið sett sér það markmið að ná 2,1 miljón króna.

Náist hins vegar ekki markmiðið verður félagið af allri upphæðinni, en hjá flestum hópfjármögnunarsíðum, þarf heildartakmarkið að nást svo eitthvað sé greitt út, en í dag eru 34 dagar til stefnu, segir á Karfan.is