Nýjast á Local Suðurnes

Slæmt færi talin orsök banaslyss

Slæmt færi er talin orsök banaslyssins á Reykjanesbraut þar sem ökumaður fólksbíls lét lífið þegar bíll hans rakst framan á snjóplóg sem kom úr gagnstæðri átt á sunnudagskvöld.

Þetta kemur fram á vef Vísis. Ökumaðurinn sem lést var rúmlega fertugur Pólverji sem var búsettur hér á landi. Að ósk aðstandenda verður ekki greint opinberlega frá nafni mannsins sem lést, að sögn lögreglu.