Nýjast á Local Suðurnes

Ekkert smit og Suðurnesjafólki í sóttkví fækkar ört

Ekkert nýtt kórónuveirusmit greindist á Suðurnesjum síðasta sólarhringinn. Alls eru 47 einstaklingar smitaðir af veirunni á Suðurnesjum samkvæmt nýjustu tölum á vef Embættis landlæknis og Almannavarna, covid.is.

Þá eru Suðurnesjamenn óðum að snúa úr sóttkví, en nú sæta 408 einstaklingar sóttkví á svæðinu samkvæmt sama vef, en það er fækkun um 28 frá því síðustu tölur voru birtar.

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja birtir reglulega fréttir af starfseminni á Facebook og eru Suðurnesjamenn eru hvattir til að fylgja HSS á Facebook.