Nýjast á Local Suðurnes

Rúmlega hundrað sagt upp hjá Isavia

Isavia hefur sagt upp 101 starfsmanni og 37 starfsmönnum boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli, samkvæmt heimildum Vísis, sem greinir frá.

Um er að ræða starfsmenn sem starfa á Keflavíkurflugvelli. Forstjóri Isavia hefur boðað til fjarfundar síðdegis í dag með starfsfólki sínu til að ræða stöðuna.