Nýjast á Local Suðurnes

Brynjar Atli genginn í raðir Blika

Einn efnilegasti markvörður landsins, Njarðvíkingurinn Brynjar Atli Bragason er genginn til liðs við Pepsi-deildarlið Breiðabliks.

Brynjar Atli sem er tvítugur að aldri hefur leikið með Njarðvík og Víði á ferlinum auk þess sem hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands.

Breiðablik endaði síðasta tímabil í öðru sæti Pepsi-deildarinnar.