Nýjast á Local Suðurnes

Kynna starfsemi HKR með Handboltadeginum

HKR, Handknattleiksfélag Suðurnesja kynnir sig og íþróttina fyrir Suðurnesjamönnum með EM handboltadeginum þann 18. janúar næstkomandi.

Kynningin verður haldin í íþróttahúsi Heiðarskóla og hefst klukkan 15.  Á meðal þess sem verður boðið upp á eru skemmtilegar æfingar þar sem krakkar á öllum aldri geta prófað sig áfram í þessari vinsælu íþróttagrein. Þá verða pylsur á boðstólnum fyrir alla, segir í tilkynningu.

Áhugasamir eru hvattir til að kíka við og kynna sér félagið og fólkið sem stendur á bakvið það.