Nýjast á Local Suðurnes

Óli tók þátt í gerð vinsællar Super bowl auglýsingar – Myndband!

Turkish Airlines hefur undanfarin ár birt auglýsingar í tengslum við úrslitaleikinn í Amerískum fótbolta, Super bowl. og hsfs þær jafnan vakið mikla athygli og sérstaklega mikla í þetta skiptið þar sem ekkert annað flugfélag tók þátt í auglýsingastríðinu. Auglýsingin hefur fengið um 5 milljónir áhorfa á Youtube.

Auglýsingin að þessu sinni var í formi hálfgerðar stuttmyndar, sem sjá má hér fyrir neðan, en myndbrot birtast víða úr heiminum, þar á meðal nokkur frá Íslandi. Myndatökur hér á landi annaðist Keflvíkingurinn Óli Haukur Mýrdal, betur þekktur sem Ozzo.